Í þessu námskeiði er lögð áhersla á það hvernig nýta megi lausnir í Office 365 til árangurs í teymisvinnu með forritinu Microsoft Teams. Farið verður ítarlega í nýjustu möguleika í Microsoft Outlook, Teams, Planner og OneDrive og hvernig nýta megi Office pakkann (m.a. Word, Excel, PowerPoint) í því samhengi. Lögð er sérstök áhersla á nýjungar og praktíska nálgun í verkefnavinnunni á því hvernig best er að vinna með lausnina, í teymisvinnu, skipulagi verkefna og samstarfi innanhúss og utan. Farið ýtarlega yfir alla möguleika sem er í boði í Microsoft Teams. Farið er yfir hvernig á að stofna teymi, deila skjölum, stofna til hópsamtals og fleira gagnlegt tengt teymisvinnu.

Námskeiðið er uppfært eftir að nýjusta virkni Teams.

Fyrir hverja?

Vinnustofan er sérstaklega gagnleg öllum sem nota eða hyggjast nota Office 365 í starfi og vilja kynna sér hina ýmsu möguleika sem þessi verkfæri bjóða upp á í samvinnu og teymisvinnu. Þetta námskeið er fyrir endanotendur, ekki er farið í tæknilegar stillingar kerfisins á námskeiðinu. 

Markmið

Í lok námskeiðs getur þátttakandi:

  • Nýtt Microsoft Office 365 lausnir í teymisvinnu.
  • Skilið hvað er innifalið í Office 365 lausnarsvítunni.
  • Skilið samvinnu einstakra lausna og einnig muninn á þeim.
  • Skilið hvernig best er að vinna með Office 365 svítuna.
  • Sett upp vinnusvæði á OneDrive, stillt og deilt upplýsingum í takt við þarfir.
  • Nýtt Teams í samvinnu við aðrar lausnir og sett upp verkefni í Planner.
  • Sett upp sitt svæði á Delve, skilið leit og samþættingu.
  • Skilið hvernig hægt er að nota Outlook, Word, Excel, PowerPoint, OneNote, Teams, Planner, Delve og OneDrive til árangurs í teymisvinnu og samstarfi


Framabraut kerfisstjórnun


Færa mig á vef til að vita meira um Framabraut - Kerfisstjórnun hjá Promennt.

Markaðs- og sölunám


Færa mig á vef til að vita meira um Markaðs- og sölunám hjá Promennt.

Bókhalds- og skrifstofunám


Færa mig á vef Bókhalds- og skrifstofunáms hjá Promennt.