Velkomin á Fræðsluský Promennt
Við hjá Promennt kappkostum við að vera leiðandi í fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja. Fræðsluský Promennt er fræðsla án landamæra og hefur þann kost að hægt er að sækja námskeiðin hvenær sem kostur gefst og á ákjósanlegum hraða.
Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
Promennt er viðurkenndur fræðsluaðili af Menntamálastofnun og uppfyllir skilyrði laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu.
Hjá Promennt í Skeifunni 11b er að finna ýmis námskeið í staðkennslu eða í fjarkennslu í beinni. Endilega kynntu þér úrvalið hjá okkur á heimasíðu Promennt.
Fræðsluský Promennt er fræðsla án landamæra. Nám gefur einstaklingum tækifæri til að styrkja stöðu sína í starfi eða á vinnumarkaði. Fræðsluský Promennt, fyrir þig og þína framtíð, hvar sem þú ert hverju sinni.
Námskeið í boði í Fræðsluskýi Promennt
Promennt er rótgróið og framsækið fræðslufyrirtæki sem opnar dyr að nýjum tækifærum. Hjá Promennt býðst nemendum, bæði byrjendum og sérfræðingum að sækja sér hagnýtt nám á einfaldan hátt í gegnum rafrænt Fræðsluský Promennt. Auk þess bjóðum við upp á sérsniðin rafræn námskeið að óskum fyrirtækja.