Grunnnámskeið í Excel er ætlað byrjendum. Þeir sem hafa notað Excel til uppsetningar á töflum og fyrir einfalda útreikninga munu einnig bæta við sína þekkingu á þessu námskeiði. Tekin eru fyrir helstu grundvallaratriði við notkun Excel við útreikninga og úrvinnslu talna ásamt útliti skjala.

Markmið

Í lok námskeiðs getur þátttakandi:

  • nýtt sér Excel til gagns
  • unnið með töflur og einfaldar formúlur


Viðfangsefni

Þátttakendur munu læra:

  • að setja upp töflur til úrvinnslu
  • að búa til formúlur með reikniaðgerðunum fjórum, samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu
  • að setja upp eigin reikningsdæmi til einfaldra útreikninga byggð á aðgerðunum hér á undan
  • að nota nokkur innbyggð reikniföll (AutoSum, Average, Max, Min, Count, If ofl.)
  • að forsníða reiti, t.d. fjölda aukastafa, gjaldmiðilsmerki, dagsetninga- og tímaútlit og fleiri aðgerðir í „Format/Cells“
  • að útlitsmóta töflur og að nota sjálfvirka útlitsmótun taflna
  • að bæta inn línum og dálkum og vinnublöðum
  • að raða gögnum vinnuskjals í stafrófsröð og/eða eftir stærð (Sort)
  • að nota fastar og afstæðar tilvísanir í reiti og að afrita formúlur í reitum
  • að prenta út skjal eða hluta úr skjali
  • að vista skjal í mismunandi útgáfum og sniði
  • að búa til og breyta myndriti
  • ýmsar flýtiaðgerðir og flýtivinnsla í Excel
  • síun (Filter) og flokkun gagna í listum