Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði SharePoint í O365 umhverfinu og hvernig er hægt að nýta sér umhverfið í daglegri vinnu. Í því felst að þekkja uppbyggingu á Sharepoint (sites, pages, webparts, lists, libraries) og mismuninn á milli þessara grunneininga ásamt því hvernig má nýta þær á hagkvæman og árangursríkan hátt til stuðnings við vinnuferla og verkefni.

Fyrir hverja?

Er fyrir notendur sem hafa aðgang að SharePoint og vilja öðlast grunnþekkingu á Sharepoint umhverfinu með það að markmiði að kynnast lausnum sem kerfið býður upp á.

Markmið

Að námskeiði loknu ættu notendur að:

  • þekkja muninn á Team site og Communication site í O365 og uppsetningu á þeim
  • hafa öðlast skilning á vefpörtum og stillingum þeirra ss. fréttir, hlekkir, events o.fl.
  • geta búið til síður (pages) og bætt við efni á þær
  • geta búið til skjalasöfn og lista (e.apps) og þekkja muninn á helstu tegundum lista
  • geta unnið með lista og skjalasöfn á árangursríkan hátt
  • þekkja stillingar skjalasafna
  • læra á lýsigagnauppbyggingu
  • læra á sýnir (e.views)
  • þekkja check in / check out og útgáfustýringu skjala