39.000 kr.

Skattskil

Á þessu námskeiði verða tekin fyrir helstu atriði er varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur. 

Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið við bókhaldsnámskeið eða hafa bókhaldsreynslu. Gert er ráð fyrir að nemendur geti sett upp ársreikninga og hafi haldgóða þekkingu á launaútreikningi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem hluti af aðfararnámi fyrir þá sem stefna á Viðurkenningu bókara. Markmið

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist góða þekkingu og færni í skattskilum miðuðum að einstaklingum í rekstri. Gert er ráð fyrir að nemendur geti sett upp ársreikninga og hafi haldgóða þekkingu á launaútreikningi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem hluti af aðfararnámi fyrir þá sem stefna á Viðurkenningu bókara.Viðfangsefni

  • Staðgreiðsla
  • Tekjuskráning
  • Reikningaútgáfa
  • Rekstrarkostnaður
  • Virðisaukaskattur (inn- og útskattur)
  • Skattskylda
  • Undanþágur

Að auki verður fjallað um algengustu félagaformin (hlutafélög, einkahlutafélög, samlagsfélög og sameignarfélög) og mismunandi ábyrgðir hluthafa/eigenda. Einnig verða tekin fyrir lög um tekjuskatt, útfyllingu skattframtala einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur og tekjuskattstofn, helstu frádráttarliðir ásamt samskiptum við RSK. Verklegar æfingar í útfyllingu skattskýrslna fyrir einstaklinga með rekstur.


Kennsluyfirlit


  Skattskil einstaklinga með rekstur
Available in days
days after you enroll