Markmið

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist góða þekkingu og færni í skattskilum miðuðum að einstaklingum í rekstri.

Gert er ráð fyrir að nemendur geti sett upp ársreikninga og hafi haldgóða þekkingu á launaútreikningi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem hluti af aðfararnámi fyrir þá sem stefna á Viðurkenningu bókara.


Viðfangsefni

  • Staðgreiðsla
  • Tekjuskráning
  • Reikningaútgáfa
  • Rekstrarkostnaður
  • Virðisaukaskattur (inn- og útskattur)
  • Skattskylda
  • Undanþágur

Að auki verður fjallað um algengustu félagaformin (hlutafélög, einkahlutafélög, samlagsfélög og sameignarfélög) og mismunandi ábyrgðir hluthafa/eigenda. Einnig verða tekin fyrir lög um tekjuskatt, útfyllingu skattframtala einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur og tekjuskattstofn, helstu frádráttarliðir ásamt samskiptum við RSK. Verklegar æfingar í útfyllingu skattskýrslna fyrir einstaklinga með rekstur.


Kennsluyfirlit


  Skattskil einstaklinga með rekstur
Available in days
days after you enroll