Á námskeiðinu eru kynntar helstu reglur er varða inn- og útflutning; tollskýrslugerð, innflutningstakmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunarsamningar og notkun tollskrárinnar. 


Markmið


Markmið námskeiðsins eru að nemendur:
  • kynnist helstu reglum varðandi innflutning.
  • þekki fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna.
  • geti gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld.
  • öðlist grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra.
  • öðlist grunnskilning á hvernig nota eigi tollskrána til að tollflokka vöru.




Efnisyfirlit


  Tollskýrslugerð - Grunnur
Available in days
days after you enroll
  1. Hluti - Ferill vörusendinga og helstu reglur varðandi innflutning
Available in days
days after you enroll
  2. Hluti - Tollskýrslugerð Innflutningsskýrsla – útfylling reita
Available in days
days after you enroll
  3. Hluti - Tollskýrslugerð Innflutningsskýrsla
Available in days
days after you enroll
  4. Hluti - Einföld tollskýrsla og Útflutningsskýrsla - Fríverslunarsamningar
Available in days
days after you enroll
  5. Hluti - Rafrænar tollskýrslur
Available in days
days after you enroll
  6. Hluti - Rafrænar tollskýrslur
Available in days
days after you enroll
  7. Hluti - Rafrænar tollskýrslur – Einföld tollskýrsla og Útflutningsskýrsla
Available in days
days after you enroll
  Lok námskeiðs
Available in days
days after you enroll

Viðfangsefni 


Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi þætti:

  • Alla reiti aðflutningsskýrslunnar þ.e. hvað á að skrá í hvern reit.
  • Farið í útreikning á tollverði og aðflutningsgjöldum með verkefnum.
  • Hvernig aðflutningsskýrsla er útbúin þegar leiðrétta þarf þegar tollafgreidda aðflutningsskýrslu.
  • Leyfi og bönn kynnt.
  • Sýnd dæmi um EUR – tollmeðferð.
  • Farið er í gegnum útfyllingu útflutningsskýrslu, þ.e. hvað á að skrá í hvern reit og helstu atriði er snúa að útflutningi.