Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandi:

  • Stofnað launþega og úbúið launaseðla í launakerfi DK.
  • Gengið hjálparlaust frá fylgiskjölum í möppu, merkta fylgiskjalanúmerum og bókhaldslyklum.
  • Skráð hjálparlaust inn nýja bókhaldslykla og tilgreint tegund fyrir efnahag, rekstur, frátölur, tiltölur og tengt við inn- og útskatt þegar við á.
  • Fært upplýsingar hjálparlaust af bókhaldsfylgiskjölum inn í færslubók og tengt við viðskiptamenn og lánardrottna þegar það á við ásamt því að skrifa út prófunarskýslu og framkvæma villuleit með afmörkunum.
  • Kallað hjálparlaust fram bankayfirlit í DK og stemmt af bókhald miðað við bankayfirlit frá banka. Framkvæmt bakfærslur og leiðréttingar þar sem við á.
  • Skrifað hjálparlaust út helstu skýrslur í fjárhagshluta DK eins og færslubók, prófjöfnuð, dagbækur, hreyfingarlista og bókhaldslykla ásamt því að skrifa út stöðu-/hreyfingalista yfir viðskiptamenn og lánardrottna.
  • Geti hjálparlaust gert mismunandi afmarkanir á bókhaldslykla, tímabil og upphæðir.
  • Geti hjálparlaust flutt gögn úr DK yfir í Excel til frekari vinnslu.
  • Geti stofnað birgðaspjald, gert einfalda innkaupapöntun ásamt því að gefa út sölureikning.

Viðfangsefni

Kennsla byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum. Notað er sérhannað námsefni sem líkist sem mest raunveruleikanum. Fylgiskjöl nokkurra mánaða færð með tilheyrandi uppgjöri og útskriftum. Lögð er áhersla á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara. Helstu viðfangsefni:

  • Undirstaða í launabókhaldi.
  • Undirstaða í meðferð bókhaldsgagna i tölvu
  • Uppbygging bókhaldslykla í tölvu
  • Þjálfun í færslu fylgiskjala skv. bókhaldslyklum.
  • Reikningum fjölgað og færðar flóknari færslur
  • Leiðréttingar og millifærslur
  • Útprentun reikningslista, hreyfingalista. aðalbókar, efnahags- og rekstrareikninga
  • Reiknisjöfnuður
  • Afstemming bókhald
  • Kynning á innkaupa- og sölukerfi


Margrét Irma, rekstrarstjóri, nemandi í Fræðsluskýi Promennt

"Námskeið Promennt í dk fjárhagsbókhaldi er sérstaklega vel framsett, skýrt og efnið hefur verið gert auðskiljanlegt.

Passleg lengd er á myndböndum hverrar efniseiningar og gat ég því fylgst með af athygli allan þann tíma sem ég sat við skjáinn. Allar útskýringar á fjárhagsbókhaldi almennt eru vandaðar og leiðbeiningar sem snúa að dk eru skýrmerkilegar.

Námskeiðið hefur hjálpað mér við að ná tökum á fjárhagsbókhaldsumhverfi dk og verkefnin sem sett eru fram með námsefninu hafa komið vel að notum.

Ég mæli með námskeiðinu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjárhagsbókhaldi dk"




Kennsluyfirlit

  dk fjárhagsbókhald
Available in days
days after you enroll
  dk - byrjunin
Available in days
days after you enroll
  Janúar
Available in days
days after you enroll
  dk - febrúar
Available in days
days after you enroll
  dk - mars
Available in days
days after you enroll