Grafísk hönnun


Grafísk hönnun er ein af okkar vinsælustu brautum hjá Promennt. Við erum stolt að geta boðið hana í Fræðsluskýi Promennt á frábæru verði. Adobe Creative Cloud leyfi fylgir námskeiðinu og er námskeiðið opið í eitt ár frá kaupum.


Vinsælt og hagnýtt nám í grafískri hönnun sem er ætlað þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í grafískri vinnslu, vilja skapa sér forskot í frekara hönnunarnámi (t.d. á háskólastigi) og jafnvel hanna markaðsefnið sjálft.


Viðfangsefni:

Á námskeiðinu eru tekin fyrir þrjú mest notuðu hönnunarforritin í dag, Photoshop (myndvinnsla), Illustrator (teikning) og InDesign (umbrot). Nemendur koma til með að hanna auglýsingar fyrir dagblöð og tímarit og vinna bækling.

Markmið:

Í lok námskeiðs getur þátttakandi:

  • Unnið með Photoshop, Illustrator og Indesign forritin til að hanna auglýsingar fyrir prentmiðla.
  • Gengið frá verkefnum í Acrobat Distiller (PDF)