Bókaranám fyrir lengra komna er hagnýtt framhaldsnámskeið í bókhaldi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa einhverja bókhaldsreynslu eða hafa lokið tölvu-, skrifstofu- og bókhaldsnámi og vilja ná dýpri þekkingu og færni í bókhaldi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem aðfararnám fyrir þá sem stefna á námið Viðurkenndur bókari.


Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandi með/án hjálpargagna:

 • Fært fjárhagsbókhald.
 • Gert vsk uppgjör, stemmt af og gert leiðréttingarskýrslur.
 • Reiknað út laun og launatengd gjöld.
 • Gert grein fyrir hvað telst til launahlunninda og hvað ekki.
 • Fært launabókhald, gert launamiða, launaframtal og skil til skatts (Laun eru færð í DK).
 • Fært leiðréttingarfærslur.
 • Notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til að stemma af:
 • bankareikninga og kreditkort
 • stöðu lána og skuldabréfa
 • viðskiptamenn og lánadrottna
 • laun og launatengd gjöld
 • ógr. laun og launatengd gjöld
 • aðkeypta þjónustu og verktakagreiðslur
 • stöðu opinberra gjalda og greiðslufrests aðflutningsgjalda
 • ógr. reikninga, fyrirframgr. reikninga og tekna
 • Notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til að gera að gera uppgjörs- og lokafærslur vegna:
 • ógr. gjalda, fyrirframgr. reikninga og tekna
 • óseldra vara (birgða)
 • fyrninga eigna og krafna
 • vegna leiðréttinga
 • uppfærslu lána
 • færslu niðurstöðu reikninga á efnahags- og rekstrarreikning
 • Gert skil á bókhaldi til endurskoðenda ásamt þeim gögnum sem þurfa að fylgja.
 • Sett upp rekstrar - og efnahagsreikninga.
 • Skilgreint hvað sjóðstreymi er og hver sé tilgangur þess.
 • Reiknað helstu kennitölur.
 • Lesið ársreikninga.


Námskeiðsröð:

 1. Excel framhald
 2. Launaútreikningur
 3. Dk framhald og lokafærslur
 4. Inngangur að Reikningsskilum