Markmið

Að loknu námskeiði á þátttakandi að geta:

 • gert grein fyrir grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds.
 • notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til færa einfaldar dagbókarfærslur:
 • færi aukningu á eignum debet og minnkun kredit á eignareikninga.
 • færi aukningu á skuldum kredit og minnkun debet á skuldareikninga.
 • færi gjöld debet á gjaldareikninga og tekjur kredit á tekjureikninga.
 • færi innskatt fyrir gjaldareikninga og útskatt fyrir tekjureikninga.
 • færi reikningsviðskipti í viðskiptamanna- og lánardrottnabók.
 • reiknað út laun og launatengd gjöld og fyllt út eyðublöð tengdum þeim.
 • stemmt af dagbók með prófjöfnuði.
 • notað algengustu flutningsskilmála (FOB og CIF).
 • gert leiðréttingarfærslur.
 • gert grein fyrir mismuni á inn- og útskatti.
 • nefnt helstu vöru- og þjónustuflokka sem bera 11% virðisaukaskatt.
 • nefnt af hvaða aðföngum er ekki heimilt að færa innskatt.
 • fært inn niðurstöður úr efnahagsreikningi frá fyrra tímabili.
 • fært inn niðurstöður úr prófjöfnuði úr dagbókum þeirra mánaða sem verið er að gera upp.
 • gert upp upp birgðir og fært á efnahag og mismun á innkaupsverð seldra vara.
 • reiknað út og fært fyrningu og afskriftir eigna.
 • gert upp inn- og útskatt og fært á uppgjörsreikning vsk ásamt því að gera vsk skýrslu.
 • fært gjöld og tekjur á rekstrarreikning og hagnað eða tap yfir á eigið fé.
 • gert upp og stemmt af efnahagsreikning.
 • gert grein fyrir bókhaldshringrásinni og tengslum ýmissa reikninga.


Röð námskeiða er eftirfarandi: 

 1. Excel Grunnur
 2. Verslunarreikningur
 3. Handfært bókhald
 4. Dk fjárhagsbókhald


NÁMSKEIÐIÐ ER OPIÐ Í 6 MÁNUÐI