Námsbrautin Hraðbraut-Viðurkenndur bókari
Öflug námsbraut fyrir þá sem stefna á próf til viðurkenningar bókara en vilja að auki bæta við sig einingum sem er mjög verðmætt að hafa í farteskinu við bókhaldsstörf. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu og sjálfstæð vinnubrögð. Vakin er athygli á því að brautin fer að mestu fram í Fræðsluskýi Promennt og er aðgangur að kennara er í gegnum tölvupóst.
Röð námskeiða er eftirfarandi:
- Bókhald - grunnur - Fer fram á Fræðsluskýi Promennt
- Bókaranám fyrir lengra komna - Fer fram á Fræðsluskýi Promennt
- Skattskil einstaklinga með rekstur- Fer fram á Fræðsluskýi Promennt
- Viðurkenndur bókari - lokahluti - Fjarkennsla í beinni á Teams
Röð námsþátta:
- Excel Grunnur
- Verslunarreikningur
- Handfært bókhald
- Dk fjárhagsbókhald
- Excel framhald
- Launaútreikningur
- Dk framhald og lokafærslur
- Inngangur að Reikningsskilum
- Skattskil einstaklinga með rekstur