Bókarinn
- Excel upprifjun fyrir bókhald grunn
- Gott er að byrja á að fara í gegnum Excel til að læra helstu grunnatriði áður en hafist er handa við að færa bókhald.
- Verslunarreikningur - upprifjun og æfingar
- Rifjuð er upp einföld talnameðferð s.s. almenn brot, tugabrot, jöfnur og hlutföll. Helstu vaxtaformúlur kynntar og æfingadæmi reiknuð, einnig eru helstu vaxtahugtök útskýrð með dæmum og æfingum.
- Bókhaldsgrunnur og handfært bókhald
- Áður en farið er í tölvubókhaldið verður að læra grunnatriðin. Kennd er undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Gerð einfalds rekstrar og efnahagsreiknings. Lestur ársreikninga og lykiltölur. Jafnframt farið í virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk
- Tölvubókhald
- Áður en farið er í tölvubókhaldið verður að læra grunnatriðin. Kennd er undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Kynnt eru innkaupa- og sölukerfið. Gerð einfalds rekstrar og efnahagsreiknings. Lestur ársreikninga og lykiltölur. Nemendum er kennt á dk fjárhagsbókhald. Nemendur fá nemendaaðgang í gegnum Promennt.
Námskeiðið er opið í 6 mán frá kaupum.
Til að hafa samband við kennara á meðan náminu stendur má senda póst til okkar á póstfangið [email protected]